Kjúklingur í Ritz kexi og kjúklingasúpa

Guðmundur Steinsson í Víðigerði var matgæðingur Feykis í mars 2010 og bauð lesendum upp á kjúklingaveislu, Kjúkling í Ritz kexi og kjúklingasúpu.

  • Kjúklingur í Ritz kexi
  • Kjúklingalundir (slatti)
  • Ritzkex 1 pakki
  • Egg 3-4
  • Salt, pipar og chili ca. 1 teskeið af hverju (eftir smekk)

Hræra saman eggin og mylja niður ritzkexið (mjög fínt), velta kjúklingalundunum upp úr eggjunum og síðan upp úr ritzkexinu. Steikja á pönnu og bera fram með sweet chilisósu og hrísgrjónum.

Kjúklingasúpa

  • Kjúklingur
  • Kjúklingasoð (ca. 1 ltr. sterk lögun bragðmikið)
  • Laukur 1-2 stk.
  • Gulrætur 3-4 stk.
  • Paprika 1-2 stk.
  • Herbs de Provence 1 teskeið
  • Basilika 1 teskeið
  • Sage 1/2 teskeið
  • Paprikiuft 1 teskeið
  • Tómatpure 1-2 teskeiðar (eftir smekk)
  • Hvítlauksrif 1 stk
  • salt og pipar eftir smekk

Ef þú ert með heilan kjúkling skaltu sjóða hann í soðinu og þegar hann er tilbúinn taka hann uppúr og tæta hann saman við soðið.  Skera niður laukinn og svissa hann á pönnu, skera niður gulræturnar og paprikuna og setja allt út í soðið.  Leyfa þessu að sjóða í svolítinn tíma og síðan slökkva undir.  Leyfa þessu að kólna niður og síðan að hita það upp aftur og þá að smakka það til eftir þörfum.

Verði ykkur að góðu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir