Jakob og Sesselja kokka

Jakob Sigurjónsson og Sesselja Sturludóttir bændur á Hóli í Svartárdal voru matgæðingar Feykis árið 2008 og buðu upp á villbráð, grafna gæs í forrétt, hreindýrasteik í aðalrétt og ís í restina.

Grafin gæs

Mjög einfaldur og góður forréttur, grafin gæs borin fram með snittu-brauði og melónu ef vill.

  •             1 gæsabringa
  •             Gróft salt
  •  

Bringan er hulin með grófu salti og látin bíða í þrjá klukkutíma. Saltið er skolað af, bringan sett í kryddblönduna og látin vera þar í sólahring. Síðan er hún skorin í fallegar sneiðar og raðað á fat.

            Kryddblanda:

  •             1 msk. basil
  •             1 msk. timían
  •             1 msk. dillfræ
  •             1 msk. grænn pipar
  •             1 msk. salt
  •             1 msk. sykur
  •             1 msk. svartur pipar (mulinn)
  •             1 msk. óreganó
  •             1 msk. sinnepsfræ

 

            Sósa:

  •             2 msk. púðursykur
  •             1 msk. Worchestershire sósa
  •             2 msk. rauðvínsedik
  •             1 tsk. Dijon sinnep
  •             1 dl. valhnetuolía
  •             salt og pipar eftir smekk

 

Hreindýrasteik

Þessi réttur er eins og forrétturinn mjög einfaldur. Mjög góð hrein-dýrasteik. fyrir c.a. 8 manns

  •             1 kg. góður hreindýravöðvi
  •             3 msk. villijurtir
  •           frá Pottagöldrum
  •             3 dl. gott rauðvín

Blandið víninu og kryddinu saman og hellið yfir kjötið. Breiðið álpappír yfir og látið marinerast í u.þ.b. einn sólarhring. Snúið því öðru hverju í leginum. Hitið ofninn í 130-140 gráður, brúnið kjötið á pönnu, við háan hita, á báðum hliðum. Setjið það síðan í eldfast mót með loki eða breiðið álpappír yfir. Steikið í ofni í u.þ.b. 1 klst. Mjög mikilvægt er að hafa hitann þetta lágan og að elda kjötið ekki of lengi.

            Hreindýrasósa:

  •             1 msk. smjör
  •             2 laukar
  •             1 l rjómi
  •             Soð af hreindýri
  • 2 msk. villikrydd frá Pottagöldrum
  • 1 askja bláber
  • Salt

Saxið laukana mjög smátt og mýkið í smjöri á pönnu. Bætið rjóma, soði og kryddi saman við og látið sjóða. Rétt áður en sósan er borin fram eru bláberin sett út í og látin sjóða vel niður, þannig að sósan verði fallega berjablá. Bragðbætt með salti og pipar ef þarf. Gott er að bera fram ferskt salat með þessari villibráð.

Góður ís

  • Mjög einfaldur og góður ís.
  •             6 stk. egg
  •             1 bolli ljós púðusykur

Þeytt vel saman og 1 tsk. af vanilludropum eða Bailys er sett út í.

  •             ½ l þeyttur rjómi
  •             100 gr. brytjað Toblerone

Rjómanum og Tobleroninu er bætt út í eggjablönduna. Þetta síðan fryst í skemmtilegum ílátum.

Verði ykkur að góðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir