Humar með ostabráð

Ásdís Arinbjörnsdóttir og Þórður Pálsson á Blönduósi áttu uppskriftir vikunnar í Feyki í júlí 2008. Þau buðu upp á Humar með ostabráð í forrétt, heitt kjúklingasalatí aðalrétt og marengs með ávöxtum og rjóma í eftirrétt.

 Humar með ostabráð

  •              1,2 kg. stór humar í skel
  •             150 gr. hvítlaukssmurostur
  •             200 gr. smjör
  •             4 stk. hvítlauksgeirar fínt saxaðir
  •             1/2 búnt söxuð steinselja
  •             Safi úr 1 sítrónu
  •             Salt og pipar
  •  

Kljúfa skelina í tvennt og hreinsa görnina úr. Bræða saman ost og smjör, bæta hvítlauk, steinselju, kryddi og sítrónusafa saman við. Smurt á humarinn og sett undir grill í ofni i 4-5 mín. Borið fram með ristuðu brauði með hvítlaukssmjöri.

Heitt kjúklingasalat

  •             800 gr. Kjúklingabringur, skornar í bita.
  •             3 msk. sojasósa
  •             2 msk. olía
  •             1/2 tsk. hvítur pipar
  •             Slatti af sveppum

 

Blandið saman í eldfast form og látið standa í 30 mín. og síðan í ofn í 20-30 mín. Beikon skorið í bita, steikt og þurrkað. Hrísgrjón soðin í 6 dl. kjúklingasoði (ca. 2 teningar í  200 g af hrísgrjónum). Beikoni og hrísgrjónum blandað saman við kjúklinginn áður en borið er á borð.

  •             Meðlæti:
  •             Salat úr iceberg, blaðlauk og gúrkum.

 

  •             Dressing:
  •             2-3msk. hvítvínsedik
  •             2 msk. vatn
  •             2 msk. sinnep (dijon)
  •             1 1/2 dl. olía
  •             4 marin hvítlauksrif, eða eftir smekk
  •             1/2 dl. söxuð steinselja
  •  

Öllu blandað saman, ekki verra að láta standa í ísskáp í dálítinn tíma áður en sett er yfir salatið.

  • Marengs með ávöxtum og rjóma
  •  
  •             Marengsbotn:
  •             3 eggjahvítur
  •             1 1/2 dl. púðursykur
  •             1 dl. sykur
  •             2 stórir bollar Rice crispies

 

Eggjahvítur, púðursykur og sykur þeytt saman og síðan Rice crispies bætt út í. Sett á bökunarplötu og bakað við 150 ° C í 1 klst.

  •             Súkkulaði sósa:
  •             200 gr. Síríus suðusúkkul.
  •             1 dl. Rjómi
  •  
  • Sett í pott og hitað þar til  súkkulaðið er bráðnað, kælið.

 

  •             Rjómakrem:
  •             1/2 l rjómi
  •             3 eggjarauður
  •             5 msk. flórsykur
  •             2 msk. koníak eða Bailys

 

Eggjarauður og flórsykur þeytt saman. Rjóminn þeyttur sér og síðan öllu blandað saman. Marengsbotninn brotinn í stykki og settur í mót. Súkkulaðisósunni hellt yfir, síðan rjómakremið og að lokum ferskir ávextir að vild, t.d. jarðaber, kiwi, bláber.

Verði ykkur að góðu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir