Hörpuskel í hvítlauksolíu, kjúklingur í beikonsósu og rabarbarakaka
Þessa vikuna eru það Sigurbjörg Jóhannesdóttir og Már Hermannsson á Hvammstanga sem koma með uppskriftir við allra hæfi. -Þegar við settumst niður til að ákveða hvaða uppskriftir ættu að verða fyrir valinu komu strax hugmyndir frá krökkunum á heimilinu. Þar sem þeim finnst mjög gaman að baka og þau eru að byrja að þreifa fyrir sér í eldamennsku, þá eru þetta þannig réttir sem þau ráða mjög auðveldlega við. Þetta eru líka bragðgóðir réttir og fljótlegir því ekki veitir af í því tímaleysi sem oft einkenna nútíma fjölskyldur.
Forréttur
Hörpuskel í hvítlauksolíu
- Matarolía
- Sítrónusafi
- Hvítlaukur, 3 rif
- Fiskikrydd
Hörpuskel, sett út í og látið vera í stofuhita í um 3 klst. Borið fram með ristuðu brauði.
Aðalréttur
Kjúklingur í beikonsósu
- 4 kjúklingabringur
- Beikon
- 5 dl matreiðslurjómi
- 1 lítil dós tómatpuré
Kryddið kjúklinginn með salti og pipar og steikið hann á pönnu. Vefjið beikonsneið utan um hvern bita og raðið í eldfast mót. Hrærið saman matreiðslurjóma og tómatpuré og hellið yfir kjúklinginn. Bakað í ofni í ca 40 mín. við 200° C. Gott er að hafa hrísgrjón og salat með þessu.
Eftirréttur
Rabarbarakaka
- 100 g hveiti
- 100 g sykur
- 1 tsk lyftiduft
- 1 egg
- U.þ.b. 500 g rabarbari
- 100 g púðursykur
- 50 g kókosmjöl
Hrærið saman hveiti, sykur, lyftiduft, egg og rabarbara ásamt safanum af rabarbaranum ef hann hefur verið í frysti. Hellið í eldfast mót. Blandið saman púðursykri og kókosmjöli og sáldrið yfir deigið. Bakið í 175-200°C heitum ofni í 20-30 mínútur. Gott er að hafa ís eða þeyttan rjóma með þessu.
Verði ykkur að góðu.
Áður birt í Feyki í apríl 2010
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.