Grillaður Kúalubbi

Magnús Jósepsson og Líney Árnadóttir á Steinnesi buðu lesendum upp á skemmtilegar og frumlegar uppskriftir í 34. tbl. feykis árið 2008. Kúalubbi á rist, kjúklingur í kókosmjólk og epli í kókosskel var á boðstólnum að þessu sinni.

 

Kúalubbi á rist

  • 500 g kúalubbi eða önnur góð villisveppategund
  • 1 – 2 hvítlauksrif
  • 50 g blaðlaukur
  • 1 ½ msk rjómaostur
  • 2 dl rjómi (magn eftir smekk)
  • smjör til steikingar
  • provencal krydd
  • svartur pipar - örlítið
  • cayenne pipar – agnarögn
  • brauðsneiðar
  • steinselja til skrauts

 

Kúalubbinn er hreinsaður og skorinn í strimla. Svissið blaðlaukinn í smjöri  ásamt sveppunum og hvítlauk, kryddið létt. Rjómaosti og rjóma bætt út í, látið krauma aðeins og kryddið eftir eigin smekk. Berið fram á ristaðri brauðsneið, ca 2 matskeiðar á sneið og skreytið með steinselju eða öðru fallegu grænmeti.

 

Kjúklingur í kókosmjólk

  • 3 - 4 stk kjúklingabringur
  • 1 stk rauð paprika, skorin í strimla
  • 3 stk gulrætur, skornar í strimla
  • 1 dós wok blanda þ.e. bambusstangir, lítill maís . . .
  • 1 stk chilli pipar, skorinn smátt (hreinsið fræin úr)
  • 1 poki cashew hnetur
  • salt
  • svartur pipar
  • 2 hvítlauksrif
  • ólífuolía
  • 1 dós kókosmjólk
  • 1 msk tómatpúrra
  • 2 – 3 dl hrísgrjón

 

Skerið kjúklinginn í mjóar sneiðar, kryddið með salti og pipar, pressið hvítlauksrifin og steikið saman upp úr olíunni, bætið síðan grænmetinu við, fyrst því ferska og síðan úr dósinni, léttsteikið. Hnetur og chilli pipar fara í síðast. Hellið kókosmjólkinni yfir allt ásamt tómatpúrrunni, látið krauma. Berið fram með hrísgrjónum.

 

 

Epli í kókosskel

  • 1 kg epli
  • ½ bolli vatn
  • 1 msk sykur
  • 2 egg
  • ½ dl sykur
  • 3 ½  dl kókosmjöl
  • ½ l rjómi

 

Afhýðið eplin, hreinsið úr þeim kjarnann, skerið í báta og sjóðið létt í sykruðu vatninu. Stífþeytið egg og sykur og blandið kókosmjölinu létt saman við. Mjúk eplin veidd úr vatninu og raðað í eldfast mót. Kókoseggjablöndunni hellt yfir og bakað við 180° þar til skelin er gullinbrún. Borið fram með þeyttum rjóma.

Verði ykkur að góðu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir