Grafin gæs með bláberjasósu, fyllt grísalund og hindberja og súkkulaði mousse

Anna María Elíasdóttir og Kjartan Sveinsson á Hvammstanga áttu uppskriftir vikunnar í Feyki í maí árið 2010. -Við höfum bæði mjög gaman af eldamennsku og þá sérstaklega veislumat en erum ekki eins áhugasöm um hversdagsmatinn. Þessar uppskriftir sem við deilum með ykkur hafa oft verið á borðum hjá okkur og smakkast alltaf jafnvel. 

Í forrétt bjóðum við upp á grafna gæs með bláberjasósu

  • 2 gæsabringur
  • 4msk sykur
  • 3 dl gróft salt
  • Sykur og salt blandað saman og látið bíða við stofuhita í 7 klst.
  • Kryddblanda
  • 1msk af
  • Rósapipar
  • Rósmarín
  • Timían
  • Basil
  • Fáfnisgras ( estragon)
  • Sinnepsfræ
  • Dillfræ
  • Sykur og salt skolað af bringunum og þeim velt upp úr kryddblöndunni geymt í kæli yfir nótt.
  • Bláberjasósa
  • 2 dl bláberjasulta
  • 2msk balsamedik
  • 1 msk timian ferskt
  • ½ tsk pipar
  • 2dl olía

Allt maukað vel saman í matvinnsluvél. Bringurnar bornar fram þunnt skornar ( best að frysta áður en skorið ) ásamt klettasalati, brauði og bláberjasósu.

 

Aðalréttur – fyllt grísalund

  • Eitt kíló grísalund
  • 200 gr. rjómaostur
  • 50 gr. gráðaostur

Hrærið ostana saman þar til þeir verða mjúkir. Setjið í sprautupoka og gerið gat með t.d. prjón eða fondu pinna eftir lundinni endilangri og sprautið ostinum inní. Brúnið á pönnu í smjöri og kryddið með salti og pipar. Setjið í eldfast mót. Ein askja af sveppum steikt á pönnunni (ekki þrífa á milli) einum pela af rjóma helt á pönnuna og látið sjóða, hellið svo sósunni yfir lundina og bakið í ofni í ca 20-30 mín. við 170°C. Borið fram með hrísgrjónum, góðu salati og brauði.

 

Eftirréttur – hindberja og súkkulaði mousse

  • 300 gr. dökkt súkkulaði
  • 4 dl. rjómi
  • 100 gr. sykur
  • 2 msk. síróp
  • Hálfur dl. vatn
  • 4 stk. eggjarauður
  • 4 stk. fersk hindber (má vera frosin)

 

Súkkulaðið brætt yfir vatnsbaði, rjóminn þeyttur, sykur, síróp og vatn sett í pott og hitað að suðu. Eggjarauður þeyttar,  sírópsblöndunni hellt út í eggjarauðurnar og þeytt áfram þar til blandan þykknar og kólnar. Brætt súkkulaðið blandað saman við og að síðustu þeyttum rjómanum. Setjið helming hindberjanna í botninn á skál eða glasi. Músinni helt yfir og restin af hindberjunum þar ofan á. Fallegt og gott að sigta flórsykur yfir.

Verði ykkur að góðu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir