Girnilegir uppáhaldsréttir
Í upphafi ársins 2008 áttu þau Dagný Huld Gunnarsdóttir og Hjörtur Elefsen uppskriftir vikunnar í Feyki. Uppskriftirnar sem þau buðu upp á eru hver annari girnilegri og í miklu uppáhaldi hjá þei Dagnýju og Hirti.
Humarsúpa
Humarsoð:
- 1 kg. humarklær eða skeljar
- 4 msk. ólífuolía
- 4 stk. hvítlauksrif “söxuð”
- 1 stk. lárviðarlauf
- 1 tsk. karrý
- 1 tsk. sjávarsalt
- 3 msk. tómatpurrée
- 2 msk. worchester
- 2 l vatn
- Nokkrir saffranþræðir
- 1. Skeljarnar eru léttbrúnaðar í ólífuolíunni ásamt öllu kryddi og síðan klárað með tómatpurré og Worchester.
- 2 . Vatni hellt út í og suðan látin koma upp og soðið í ca. 2 tíma.
Súpan:
- 6 dl. humarsoð
- 2 dl. hvítvín
- 1 dl. rjómi
- 8 stk. meðalstórir humarhalar “léttsteiktir”
- 1 msk. koníak
- 4 msk. þeyttur rjómi “settur í súpuskálina”
- 1. Allt sett saman og bragðbætt (ef þarf), með sama kryddi og í humarsoðinu.
- 2. Ekki þykkja.
- 3. Borin fram með nýbökuðu hvítlauksbrauði.
Innbakaðar lambalundir með papriku og sveppum
Hráefni:
- 12 lambalundir
- 250 gr. smjördeig
- 1 rauð paprika
- 1 lítil græn paprika
- 13 meðalstórir sveppir
- 1,5 dl. kjötkraftur (vatn+ 2 teningar)
- Brauðrasp
- Sítrónupipar
- Hvítlaukspipar
- 1 egg
- 1. Snöggsteikið lambalundir í matarolíu og kryddið með sítrónu- og hvítlaukspipar.
- 2. Skerið paprikur og sveppi smátt og steikið í olíu.
- 3. Bætið kjötkrafti út í og þykkið með brauðraspi.
- 4. Kælið kjötið og grænmetisblönduna.
- 5. Skiptið smjördeiginu í sex jafna hluta. Fletjið hvern hluta út svo hann verði um 15x20 cm.
- 6. Leggið tvær lundir og grænmetisblöndu á miðja hverja plötu. Lokið og þrýstið saman
- brúnunum með gaffli, penslið með eggi og stráið sítrónupipar yfir.
- 7. Bakið í 190° heitum ofni í 15 mín.
Meðlæti:
Mjög gott er að hafa smjörsteikta sveppi með, kartöflur sem eru skornar í báta og kryddaðar með ferskum hvítlauk, sítrónu-og hvítlaukspipar bakaðar í ofni í 30 mín. ferskt salat og sósu sem er alltaf jafn góð en þá er piparostu.
Marengsdraumur
- 4 eggjahvítur
- 4 dl. ljós púðursykur
- 1/2 l rjómi
- 1 poki Nóa Síríus lakkrískurl
- 1 pk. jarðarber
- 100-200 gr. suðusúkkulaði
- 1 eggjarauða
- 1/2-1 dl. af kaffirjóma, mjólk eða rjóma (alveg sama).
Stífþeytið eggjahvítur og púðursykur. Teiknið 2 jafnstóra hringi á smjörpappír og smyrjið á. Bakið i ca. 50-60 mín. við 180 gráður. þeytið rjómann á meðan. Hrærið lakkrískurlinu út í hann og geymið síðan í ísskáp þar til botnar hafa bakast. Bræðið suðusúkkulaðið við vægan hita. Það má alls ekki vera mjög heitt vegna þess að síðan er smá kaffirjóma, mjólk eða rjóma og einni eggjarauðu bætt út í. Hrærið þangað til verður létt og glansandi (ekki of þunnt samt).
Þegar botnarnir eru bakaðir og búnir að kólna er helmingi rjómans smurt á milli. Afganginum er síðan smurt ofan á, jarðaberjum skellt þar á og að lokum er súkkulaðiblöndunni hellt óreglulega yfir.
Mælt er með að setja á kökuna kvöldið áður en hennar er neytt:-)
Verði ykkur að góðu!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.