Bleikja að hætti Hólamanna
Það eru þau Geirlaug Jónsdóttir og Hermann Agnarsson sem eiga uppskrift vikunnar að þessu sinni. Þau bjóða upp á bleikju í forrétt, svínalundir í aðalrétt og smá maul á eftir.
Í forrétt er:
Bleikja að hætti Hólamanna
- Ný bleikja (má helst ekki hafa verið fryst)
- hunang
- sítrónupipar
- salatblanda
- feta ostur
- sérrý tómatar og gúrka
- brauðteningar eða ristað bauð
Bleikjan er tekin og pensluð með hunangi og síðan krydduð með sítrónupipar, hún er síðan skorin strax niður í þunnar sneiðar og lögð á salatbeð. Smá olíu af fetaostinum er hellt yfir og smá af osti dreift í kring ásamt sérrý tómötum og gúrku eftir smekk. Ef notaðir eru brauðteningar er þeim dreift yfir en annars látin sneið af ristuðu brauði með.
Aðalréttur:
Svínalundir
eðal-svínasteikarkrydd
Sósa:
- Hvítlauksostur
- matreiðslurjómi
- 1 teningur kjúklinga eða svínakraftur
Svínalundin er tekin og steikt á pönnu (bara svona til að loka henni). Hún krydduð á pönnunni og sett í eldfast fat og stungið inn í ofn í 20-30 mín. (fer eftir stærð) við ca.180°C
Kartöflur:
Kartöflur eru skornar í fjóra parta og settar í eldfast form, 1-2 rauðlaukar eru skornir í smátt (fer eftir smekk hvað mikið af lauk), blandað saman og olivíu olíu er hellt yfir og bakað í ofni. Gott er að hafa ferskt salat og gulrætur með þessu.
Við ákváðum að sleppa eftirréttinum og hafa í staðinn rétt sem hægt er að maula með Idolinu á eftir.
- 1 dós af Doritos Dippas, mild salsa sósa
- 1 dós sýrður rjómi
Hrært saman og sett í örbylgjuform, ostur er settur yfir og hitað vel. Borið fram með Doritos flögum. Kalt hvítvín með, skaðar ekki :)
Verði ykkur að góðu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.