Áströlsk bomba með heitri sósu

Margrét Sigurðardóttir dýralæknir og Vésteinn Vésteinsson rafeinda- og mjólkurróbótavirki Varmahlíð buðu lesendum Feykis upp á dýrindis uppskriftir í janúar 2009. Þau skoruðu á Sigfríði Halldórsdóttur og Kára Gunnarsson í Varmahlíð að koma með næstu uppskriftir.

Forréttur eða létt máltíð

Kjúklingasalat

  • Rifinn kjúklingur-kaldur
  • gúrka
  • tómatar
  • jarðaber
  • vínber
  • blaðlaukur
  • paprika
  • klettasalat
  • ristaðar hnetur
  • Góður kostur Salat
  • Dressing
  • 3msk olivuolía-extra virgin
  • 1-2 rifnir hvítlauksgeirar
  • Balsamik edik-lítið
  • síróp –Steeves Maples
  • feta ostur
  • 1 tsk Dion sinnep
  • salt, pipar

Hlutföllin  í salatið fer eftir smekk hvers og eins. Efni  í dressingu blandað í skál og hellt yfir rétt áður en salatið er borið fram.

Aðalréttur
Sjávarréttarpanna með banönum og mangó. (Fyrir 4)

  • 200 gr hörpudiskur
  • smjör til steikingar
  • salt og pipar
  • 1 sellerístöngull
  • 1 stór gulrót
  • 1 laukur
  • matarolía
  • 1 tsk karrý
  • 2 tsk Mangó-mauk
  • 3 dl kjúklingasoð
  • 2 vel þroskaðir bananar
  • 1 tsk fersk, rifin engiferrót eða engiferkrydd
  • 2 dl rjómi
  • 250 gr rækjur

Snöggsteikið hörpudiskinn í smjöri og kryddið með salti og pipar. Takið af pönnunni. Skerið sellerí og gulrót í bita og saxið laukinn. Hitið matarolíuna á pönnu og stráið karríi út á og léttsteikið grænmetið í olíunni. Bætið mangó-maukinu, kjúklingasoðinu, sneiddum banönum og engiferi út í og látið krauma í 15-20 mínútum. Bætið rjómanum saman við og bragðbætið með salti og pipar. Setjið steikta hörpudiskinn og rækjurnar út í rétt áður en rétturinn er borinn fram, hitið en sjóðið ekki. Berið fram með hrísgrjónum,  mangó-mauki og sellerí. Hægt  er að setja epli í stað sellerís, bragðast mjög vel. Og svo er hægt að bæta í uppskrifina öðru fiskmeti ef fólk vill.

Eftirréttur
Áströlsk bomba með heitri sósu

  • 250 gr döðlur
  • 1 ½ tsk natron
  • 180 gr mjúkt smjör
  • 7 ½ msk sykur
  • 3 egg
  • 4 ½ dl hveiti
  • 1 tsk vanilludropar
  • 2 tsk lyftiduft

Döðlurnar settar í pott og vatni bætt út í,  látið rétt fljóta yfir. Látið suðuna koma upp, slökkvið undir og látið standa í 3 mínútur. Stráið natroni yfir, látið kólna. Smjör og sykur hrært saman og eggjunum síðan bætt út í einu og einu í senn. Síðan er þurrefnunum blandað saman við ásamt vanilludropum. Og að lokum er döðlunum bætt saman við deigið  ásamt hluta af soðinu(það á að vera frekar þunnt).  Sett í hringlaga form og bakað við 180° í 40-60 mínútur.

Karamellusósa

  • 120 gr smjör
  • 115 gr púðursykur
  • ½ tsk vanillusykur
  • 2 ½ dl rjómi

Soðið í 3 mínútur. Kakan er borin fram með þeyttum rjóma og heitri karamellusósunni .

Verði ykkur að góðu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir