Ágústa og Sigurður kokka
Hér koma uppskriftir frá Ágústu Jóhannsdóttur og Sigurði Eiríkssyni sem birtust í Feyki árið 2008. Ananassalat, bakaðar kartöflur og grillaðar kjúklingabringur.
Ananassalat fyrir 4
- Ferskur ananas klofinn, kjarninn fjarlægður, skrældur og skorinn í bita 1/2 stk.
- Kínakál, grófskorið 1/2 haus.
- Paprika, rauð í strimlum 1 stk.
- Öllu blandað í skál. Heidelberg Thousand island salatsósa borin fram með salatinu.
Bakaðar kartöflur
- Bökunarkartöflur 1 stk. á mann.
- Sýrður rjómi 1 dós
- Beikonsneiðar harðsteiktar 3 stk.
- Steinselja, fersk og söxuð 1 msk.
Kartöflurnar eru þvegnar vel og þurrkaðar. Bakaðar á grillinu í um 60-75 mín. Beikonið er mulið og hrært út í sýrða rjómann ásamt steinseljunni. Kross er skorinn í bökuðu kartöfluna, henni þrýst saman svo hún opnist og sósan sett í hverja kartöflu með teskeið.
Eftirréttur
- - bananar, einn á mann
- - vínber
- - niðurskorinn ostur í teninga
- - rauð paprika
- - jarðaber
- - mandarínu- eða appelsínubátar (hægt er að nota flestalla ávexti)
- - stórar ostasneiðar settar á stóra coctailpinna, sem nota má fyrir segl, eða skrautveifur
- - tannstönglar
- - litlir skrautfánar
- - appelsínusafi, til að smyrja með yfirborðið á banönunum, svo þeir brúnist síður.
- Hýðið er skorið af banananum öðrumegin langsum, en látið halda sér á botni bátanna og bátarnir skreyttir.
Kjúklingabringur
1 bringa á mann kryddaðar með McCormick barbeque seasoning minnst 4 tímum fyrir grillun. Í lok steikingar eru þær penslaðar með Hunts barbequesósu og grillaðar augnablik á hvorri hlið eftir það. Grillaðar á grillbakka fyrstu 20 mín og eftir það á ristinni.
Gasgrill: mikill hiti í 30-35 mín., eða þar til fullsteiktar. Snúið oft. Kolagrill: neðsta hilla í 7-10 mín. Snúið oft. Miðhilla í 20 -25 mín., eða þar til fullsteiktar. Snúið frekar oft.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.