Æðislegur heimalagaður ís

Nú fáum við gómsætar uppskriftir frá þeim Sigurjóni Guðmundssyni og Guðríði Ólafíu Kristinsdóttur á Blönduósi og er þar á ferðinni villibráðarkryddað lambalæri með góðri rjómasósu og ávaxtasalati og í eftirrétt er boðið upp á heimalagaðan ís sem ætti að kæta bragðlaukana.

Aðalréttur:
Villibráðarkryddað lambalæri:

  • 1 meðalstórt lambalæri
  • 1 tsk season-all
  • 1 tsk thymian
  • 1 ½  tsk fines-herbes eða villikrydd
  • ¾  tsk tarragon (dragon)

Blandið kryddinu saman og jafnið utan á lærið sem búið er að þerra vel. Sett í steikingarpoka og steikt í ofni við 150°C í u.þ.b. 1 ½  klst.

Rjómasósa:

  • 1 tsk súpukraftur
  • ¼  tsk sítrónupipar
  • ½  tsk season-all
  • 2 msk tómatsósa
  • 1 tsk sósulitur
  • ¼  l rjómi

Hellið soðinu af lærinu í pott (síið ekki). Opnið pokann og glóðið kjötið við 250°C í 5-10 mín. Setjið sósupottinn á hita og stráið hveitinu yfir soðið. Hrærið í með þeytara, bætið við kryddinu, tómatsósunni og sósulitnum út í og látið sjóða í 2-3 mín. við vægan hita. Ef sósan er of bragðdauf má bæta örlitlu jurtakryddi út í. ( á mínu heimili er mikið sósufólk þannig að ég geri 2falda sósuuppskrift)

Meðlæti:

  • Kartöflubakstur:
  • 7-800 gr kartöflur
  • 150 gr 26% gouda-ostur
  • 1 dl rjómi
  • 1 dl mjólk
  • 1 tsk salt
  • ½ tsk svartur pipar
  • 1 tsk laukduft

Flysjið hráar kartöflur og skerið í jafnar sneiðar, u.þ.b. ½ sm. að þykkt. Raðið sneiðunum í smurt eldfast mót. Blandið saman rjóma, mjólk, rifnum osti og kryddi og hellið yfir kartöflurnar. Bakið við 180°C í u.þ.b. 1 klst.

Ávaxtarjómasalat:

  • ½ dós kokkteilávextir
  • 1 kiwi
  • 1 banani
  • ¼ l þeytirjómi (G-rjómi)

Þeytið rjómann og blandið niðurbrytjuðum ávöxtum út í. Berið fram kalt með kjötréttum. Ekki er ráðlegt að búa salatið til löngu fyrir notkun.

Eftirréttur:
Æðislegur ís:

  • 6 eggjarauður
  • 1 bolli púðursykur
  • ½ l þeyttur rjómi
  • 1 tsk vanilludropar
  • 100 gr. Toblerone smátt brytjað

Eggjarauður og púðursykur þeytt vel saman, svo rest blandað útí og fryst.

Heit sósa:

  • 4 stk mars
  • 1 peli rjómi
  • 100 gr. súkkulaði

Allt í pott við lægsta hita í ½ klst. Og ef vill salthnetur með á ísinn.

Verði ykkur að góðu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir