Music For Fun – Gömul íslensk lög endurvakin fyrir íbúa Sæborgar

Rósa og Alexandra Ivanova. AÐSENDAR MYNDIR
Rósa og Alexandra Ivanova. AÐSENDAR MYNDIR

Austurríski djasspíanóleikarinn Alexandra Ivanova kom til Skagastrandar til dvalar í Nesi listamiðstöð í ágúst, til að vinna að tónverkum og félagslegri tilraun fyrir leikhúsverk um skynjun fólks á  Miðausturlöndum. Þetta leiddi til viðtals við sveitarstjórann á Skagaströnd, Alexöndru Jóhannesdóttur, um málefni sem eru í brennidepli og snerta samfélagið. Sveitarstjórinn lagðáherslu á áskorunina um að halda uppi lífsgleði hjá öldruðum, þar sem takmarka hefur þurft gestakomur á öldrunarheimilinu Sæborg frá því í vor. 

Þar sem reynsla afa hennar og ömmu frammi fyrir erfiðleikum samtímans hafði snert við henni, gat Alexandra Ivanova ekki hætt að hugsa um íbúa Sæborgar, dvalar- og hjúkrunarheimilis aldraðra á Skagaströnd, eftir að hafa talað við sveitarstjórann. Alexandra var innblásin af geisladisknum Raddir Íslands frá Þjóðlagasetri Siglufjarðar og bjó til sambræðing tveggja heima: Íslendingar að syngja gömul drykkjar- og gamanlög og eigin píanóundirleik sem er innblásinn af djass og austurlenskri tónlist. 

Gestir Sæborgar hlýða á tónleikana.

Íbúar Sæborgar hlýddu á nýja tegund af heimatónleikum, upptöku af átta lögum, þar á meðal Ég hef selt hann yngra Rauð eftir Pál Ólafsson og Stallan, snjalla, bralla ber eftir Björn Jónsson, sem voru tileinkaðir hverjum og einum af þeim og gefinn áminnislykli. „Við létum ekki nægja að hlusta einu sinni, nei, nei. Við horfðum bæði fyrir og eftir hádegi,“ sagði Magga Alda Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Saeborg.

Alexandra Ivanova er austurrískt tónskáld og píanóleikari með búlgarskar rætur sem leiðbeint hefur verið af líbansk-ameríska tónskáldinu og píanóleikaranum Tarek Yamani. Í tónlist sinni sameinar hún austurlensk, asísk og afrísk-kúbönsk áhrif við djass. Hún hefur komið fram með tríóum sínum og verkefnum víðsvegar um Austurríki, Frakkland, Bretland, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Ísland, þar á meðal á Jazzhátíð Reykjavíkur 2020 og í Mengi Reykjavík. „Auðvitað var þetta áhættusamt en ég vildi búa til eitthvað skemmtilegt og óvænt, eitthvað sem fær fólk til að hugsa og hlæja á sama tíma: hjónaband íslenskra drykkjusöngva og djass með austurlensku ívafi.“ sagði Alexandra Ivanova um verkefnið.

„Music for fun – Tónlist til skemmtunar“ er fögnuður yfir því sem enn er mögulegt: að gefa smá hlátur. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfræðinga Sæborgar fyrir aðstoðina og austurríska sendiráðsins í Kaupmannahöfn fyrir að styðja þetta verkefni.

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir