Jólavaka Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
14.12.2017
kl. 11.10
Jólavaka Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi verður í kvöld. Verður hún haldin í Félagasheimilinu Höfðaborg og hefst kl. 20:30.
Dagskrá jólvökunnar er á hátíðlegu nótunum, nemendur skólans og tónlistarskólans leika á hljóðfæri, syngja og lesa sögur og ljóð og að vanda verður flutt hátíðarræða. Hana flytur að þessu sinni Ásta Ólöf Jónsdóttir frá Óslandi. Tónelsku tvíburabræðurnir frá Siglufirði, Júlíus og Tryggvi Þorvaldssynir, munu svo flytja gestum ljúfa jólasöngva.
Jólavakan á Hofsósi á sér næstum 20 ára sögu og er í hugum margra fyrir löngu orðinn að ómissandi atburði í aðdraganda jólanna enda alltaf sérstaklega hátíðleg og indæl stund.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.