Framúrskarandi ungur Íslendingur 2022

Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson, Sólborg Guðbrandsdóttir Framúrskarandi ungur Íslendingur 2022 og Ríkey Jóna Eiríksdóttir landsforseti JCI 2022. MYND AF FRAMÚRSKARANDI.IS
Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson, Sólborg Guðbrandsdóttir Framúrskarandi ungur Íslendingur 2022 og Ríkey Jóna Eiríksdóttir landsforseti JCI 2022. MYND AF FRAMÚRSKARANDI.IS

Sólborg Guðbrandsdóttir hlaut verðlaunin Framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2022. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin í KR heimilinu ásamt Ríkeyju Jónu Eiríksdóttur, landsforseta JCI miðvikudaginn 30. nóvember. Tíu Íslendingar hlutu viðurkenningu í ár og þar á meðal var Króksarinn Ingvi Hrannar Ómarsson en hann var tilnefndur sem leiðtogi og fyrir afrek á sviði menntamála.

Reyndar hefur Feykir heimildir fyrir því að annar aðili á listanum hafi tengingu á Krókinn, Stefán Ólafur Stefánsson, sem var tilnefndur fyrir störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði. Hann mun vera sonur Stebba póst sem var sonur Óla póst, póstmeistara á Króknum til margra ára. Stebbi póst var ólseigur með einu af gullaldarliðum Tindastóls í fótboltanum á áttunda áratugnum.

Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar sem veitt eru árlega af JCI Íslandi, eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni. Þetta er hvatning og viðurkenning fyrir ungt fólk sem kemur til með að hafa áhrif í framtíðinni.

Eftirfarandi Íslendingar hlutu viðurkenningu í ár:

Dómnefnd skipaði Þórunn Eva Pálsdóttir Framúrskarandi ungur Íslendingur 2021, Eyvindur Elí Albertsson verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg og senator JCI, Geir Finnson forseti LUF, Ragnhildur Helgadóttir rektor Háskólans í Reykjavík og Ríkey Jóna Eiríksdóttir landsforseti JCI 2022.

Heimild: Framúrskarandi.is 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir