Bændamarkaður á Hofsósi á laugardaginn

Bændamarkaður á Hofsósi verður næst haldinn á laugardaginn kemur, þann 14. júlí, klukkan 13-16. Markaðurinn er haldinn í gamla pakkhúsinu og þar munu bændur og aðrir frumframleiðendur og handverksfólk í Skagafirði bjóða vöru sína til sölu. Meðal varnings sem í boði verður má nefna, fisk og kjöt, egg og blóm, grænmeti og kryddjurtir og ýmislegt fleira.

Fyrsti opnunardagur Bændamarkaðar á Hofsósi var laugardaginn 30. júní sl. og var hann vel sóttur. Þar seldu tíu skagfirskir bændur og framleiðendur vörur sínar undir harmonikuleik Jóns Þorsteins Reynissonar frá Mýrakoti og var þar mikil og góð stemning.

Hægt er að kynna sér markaðinn nánar á Facebooksíðunni Bændamarkaður Hofsósi.

 

Tengd frétt á Feyki.is: Fyrsti bændamarkaður sumarsins á Hofsósi á laugardaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir