Afmælisfagnaður Húnaþings vestra
Á þessu ári eru 20 ár liðin frá sameiningu hreppa í Vestur Húnavatnssýslu í það sveitarfélag sem í dag ber nafnið Húnaþing vestra. Af því tilefni er efnt til afmælisveislu 24. til 26. ágúst 2018. Það er Menningarfélag Húnaþings vestra sem skipuleggur afmælið.
Íbúum sveitarfélagsins og gestum þeirra verður boðið uppá ýmsa sögu- og menningartengda viðburði með áherslu á góðar samverustundir, víðsvegar um sveitarfélagið. Allir viðburðir eru ókeypis, nema annað sé tekið fram.
Dagskráin sem er einkar fjölbreytt hefst á ljósmyndasýningu með verkum Kollu Gr á Gauksmýri. kl. 14:00 á morgun en hver atburðurinn rekur annan allt fram á sunnudagskvöld er myndin Bændur og býli í V-Hún, sem tekin var upp á árunum 1953-1964, verður sýnd. kl. 20:30 í Selasetri Íslands á Hvammstanga.
Dagskrána er hægt að nálgast á vef Menningarfélag Húnaþings vestra.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.