Sjaldséður ferðalangur í heimsókn - Gráhegri við Lón
Af og til kemur það fyrir að gráhegrar láti sjá sig víða um Ísland. Einn slíkur var staddur í síðustu viku við austari Héraðsvötn neðan Lóns og eigi langt frá Hegranesi í Skagafirði. Blaðamaður náði að fanga hegrann á mynd en styggur var hann og flaug lengra á leirurnar er ágengur papparassinn nálgaðist.
Gráhegri (fræðiheiti Ardea cinerea) er stór vaðfugl af hegraætt. Á Wikipedia kemur frama að hann sé háfættur og hálslangur og ljós á kvið en með gráa vængi. Svartar flikrur eru á kvið og höfði. Vængirnir eru breiðir og langir. Vænghafið er 155-175 cm. en standandi eru þeir 84-102 cm. á hæð, eftir því hvort hálsinn er uppréttur. Gráhegri er útbreiddur varpfugl í Evrópu og á hverju hausti koma hingað gráhegrar sem halda sig við vötn og sjó. Gráhegri er aðallega fiskiæta. Talið er að flestir gráhegrar komi hingað frá Noregi og hafi villst af leið sinni til suðlægari slóða.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.