Myndir frá framkvæmdum við Ársali
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
30.07.2010
kl. 19.06
Það styttist í að nýr glæsilegur leikskóli verði tekinn í notkun á Sauðárkróki. Hann hefur þegar hlotið nafnið Ársalir og nú síðustu dagana hefur umhverfi skólans og byggingin sjálf tekið stakkaskiptum. Það er því kannski ekki úr vegi að rifja upp framkvæmdina með myndasyrpu.
Það var frú Dorrit Moussaieff sem tók fyrstu skóflustunguna á vordögum 2008. Framkvæmdir hófust síðan í ársbyrjun 2009 og hafa staðið óslitið síðan. Ekki var annað að heyra á smiðum en allt væri að smella saman en leikskólinn verður afhentur formlega 9. ágúst en byrjað verður að taka á móti börnum þann 12. ágúst.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.