Menningarsjóður KS úthlutar styrkjum
Í gær, 22. ágúst, var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga en veittir voru styrkir til 22 verkefna. Bjarni Maronsson, stjórnarformaður KS, sagði í upphafi athafnarinnar að þótt styrkirnir væru ekki háir væru þeir vonandi eitthvað sem kæmi í góðar þarfir og væri um leið viðurkenning á því menningarstarfi sem viðkomandi er að vinna. „Ég hef stundum sagt að menning sé allt sem gerir lífið bærilegra og það er skýring sem hugnast mér ákaflega vel,“ sagði Bjarni. Hann og Efemía Björnsdóttir afhentu styrkina en Þórólfur Gíslason, kaupfélgsstjóri, gat ekki verið viðstaddur að þessu sinni. Auk þeirra sitja í stjórn sjóðsins þau Einar Gíslason, og Inga Valdís Tómasdóttir.
Að lokinni afhendingu styrkjanna tóku nokkrir styrkþeganna til máls og þökkuðu fyrir þann stuðning og velvilja sem þeirra framtaki væri sýnt með stuðningi sjóðsins.
Eftirtaldir aðilar hlutu styrki úr sjóðnum og er röðin tilviljanakennd og segir ekki til um upphæðir styrkjanna:
* Brynjar Páll Rögnvaldsson – styrkur vegna útgáfu á hljómplötu með frumsömdum lögum og textum.
* Golfklúbbur Sauðárkróks – styrkur til viðhalds og annarra starfa.
* Karlakórinn Heimir - styrkur til heimildamyndagerðar og afmælishátíðar í tilefni af 90 ára afmæli kórsins.
* Fífilbrekka ehf. – styrkur til verkefnisins „ Samvinnuhús 1882-1982“.
* Guðbrandsstofnun – styrkur vegna sumartónleika 2018.
* Kiwanisklúbburinn Drangey – styrkur vegna áframhaldandi ristilspeglunarverkefnis.
* Húsdýragarðurinn á Brúnastöðum í Fljótum – styrkur vegna hönnunar og gerðar upplýsingaskilta um íslensku húsdýrin.
* Tónadans – styrkur vegna Strengjafjörs 2018.
* Danirnir á Króknum – styrkur vegna verkefnis um þátttöku Dana í bæjarlífi Sauðárkróks í upphafi 20. aldar.
* Óli Jóhann Ásmundsson – styrkur til að hanna og setja upp minnismerki við Hofsá um fyrstu verslun þar.
* Stefanía Fjóla Finnbogadóttir og Guðmundur Magnússon – styrkur vegna uppbyggingar gamla bæjarins á Þorljótsstöðum í Vesturdal.
* Viðurkenning vegna eldri borgara starfs Helgu Bjarnadóttur og Indu Indriðadóttur á Löngumýri.
* Fornverkaskólinn – styrkur vegna námskeiða í torfhleðslu og grindasmíð.
* Ferðasjóður fatlaðra – styrkur til ferða fatlaðra.
* Sigurður Hansen – styrkur til áframhaldandi uppbyggingar Kakalaskála.
* Sólon myndlistarfélag - styrkur til áframhaldandi starfsemi félagsins.
* Bræðurnir á Hrauni á Skaga – styrkur vegna sýningar á málverkum Rögnvaldar Steinssonar á Hrauni.
* Styrkur vegna minningarskiltis um fyrstu eigendur hússins að Lindargötu 7a á Sauðarkróki.
* Æskulýðsstarf Hestamannafélagsins Skagfirðings – styrkur til að styðja við kennslu og kennslubúnað.
* Leikfélag Sauðárkróks – styrkur vegna starfsemi félagsins.
* Lifandi landslag – styrkur til þróunarvinnu og frekari markaðssetningar forrits.
* Skagafjarðarhraðlestin – styrkur vegna Lummudaga.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.