Stúlkur af Norðurlandi vestra sópuðu að sér verðlaunum á Akureyrarmóti í frjálsum
Akureyrarmót UFA er haldið á Þórsvelli síðsumars ár hvert. Keppt er í öllum aldursflokkum í helstu greinum frjálsra íþrótta. Undanfarin ár hefur mótið verið hluti af mótaröð FRÍ þar sem sterkasta frjálsíþróttafólk landsins keppir í stigakeppni. Nokkrar stúlkur af Norðurlandi vestra voru meðal þátttakenda um síðustu helgi og sópuðu að sér verðlaunum.
Unnur Borg Ólafsdóttir og Birgitta Rún Finnbogadóttir úr USAH voru sigursælar en þær nældu sér í fern gullverðlaun hvor. Unnur sigraði í kúluvarpi 13 ára stúlkna, langstökki, hástökki og 60 m grind, hlaut 2. verðlaun í 80 m. hlaupi og spjótkasti og 3. verðlaun í 200 m hlaupi.
Birgitta sigraði í spjótkasti 11 ára, 60 m hlaupi, langstökki og kúluvarpi.
Anna Karlotta Sævarsdóttir 13 ára sem einnig keppti fyrir USAH sté fjórum sinnum á verðlaunapall 1. sætið í 600 m hlaupi, og 3. sæti í hástökki, spjótkasti og 60 m grind.
UMSS átti fimm keppendur sem einnig stóðu sig vel. Ragna Vigdís Vésteinsdóttir fékk tvær gullmedalíur, fyrir 100 m grindahlaup kvenna og kringlukast og silfur fyrir spjótkast.
Andrea Maya Chirikadzi sigraði í kúluvarpi 16-17 ára, varð önnur í sleggjukasti og kringlukasti og bronsverðlaun fékk hún fyrir 100 m hlaup, kringlukast og spjótkast.
Isabelle Lydia Chirikadzi varð í 1. -2. sæti í hástökki 13 ára, og í kúluvarpi krækti hún í silfrið.
Stefanía Hermannsdóttir nældi sér í þrenn silfurverðlaun í flokki 16 -17 ára; kúluvarpi, kringlukasti og spjótkasti.
Hægt er að sjá úrslit HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.