Sumaræfingar í körfubolta
Þá er sumarið loksins smollið á að einhverju viti og þá þarf meðal annars að hafa ofan af fyrir börnum og unglingum. Körfuknattleiksdeild Tindastóls stendur fyrir sumaræfingum í körfubolta á fjögurra vikna tímabili, frá 15. júní til 9. júlí, en það er Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, sem er umsjónarmaður námskeiðanna.
Sennilega er óþarfi að kynna Baldur Þór til leiks en gerum það samt. Hann er þjálfari meistaraflokks karla hjá Tindastól í körfubolta en auk þess er hann aðstoðarþjálfari íslenska karla landsliðsins og hefur einnig þjálfað yngri landslið Íslands. Hann hefur þar unnið með öllum fremstu þjálfurum landsins seinustu ár.
Baldur Þór hefur aflað sér mikillar þekkingar og reynslu við styrktarþálfun og hugarfar leikmanna. Hann þjálfar leikmenn í eflingu hugarfars sem er nokkuð nýtt á Íslandi. Baldur Þór er menntaður einka- og styrktarþjálfari frá ÍAK og hefur auk þess sótt fjölda námskeiða í styrktar- og hugarfarsþjálfun hérlendis sem erlendis.
Hér að neðan má sjá upplýsingar um tíma og verð námskeiðanna en skráning fyrir þau öll fer fram á Nóra.
Árgangar 2009–2011:
Mánudaga frá kl. 9:00 – 10:20
Þriðjudaga frá kl. 9:00 – 10:20
Fimmtudaga frá kl. 9:00 – 10:20
Verð kr. 13.000
Árgangar 2012–2013:
Mánudaga frá kl. 10:30 – 11:30
Þriðjudaga frá kl. 10:30 – 11:30
Fimmtudaga frá kl. 10:30 – 11:30
Verð kr. 13.000
Árgangar 2002–2008:
Mánudaga frá kl. 20:00 – 21:30
Þriðjudaga frá kl. 20:00 – 21:30
Fimmtudaga frá kl. 20:00 – 21:30
Verð kr. 18.000
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.