Stórleikur á Sauðárkróksvelli

Tveir mikilvægir leikir annað kvöld hjá Tindastól.
Tveir mikilvægir leikir annað kvöld hjá Tindastól.

Tveir leikir fara fram annað kvöld hjá Tindastólsliðunum tveim. Leikirnir báðir eru á sama tíma klukkan 19:15 en auðvitað ekki á sama stað. Stelpurnar eiga heimaleik meðan strákarnir spila á Dalvík. Þessir leikir eru virkilega mikilvægir og vill Feykir hvetja alla stuðningsmenn að kíkja á völlinn hvort það sé á Króknum eða á Dalvík.

Annað kvöld 8.ágúst fer fram stórleikur Tindastóls og Þróttar R í Inkasso deild kvenna. Tindastóll er í þriðja sæti í deildinni með 19. stig og er átta stigum frá toppliði Þróttar sem er með 27. stig. Stelpurnar verða hreinlega að vinna þennan leik ef þær ætla að eiga einhvern séns að komast upp í Pepsi Max deildina. Leikurinn verður spilaður á Sauðárkróksvelli klukkan 19:15.

Á sama tíma á Dalvík mæta strákarnir úr Tindastól liði Dalvík/Reyni í 2. deild. Tindastóll situr á botni deildarinnar með sex stig en Dalvík/Reynir er í sjöunda sæti með 21.stig. Leikurinn byrjar klukkan 19:15.     

/EÍG   

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir