Stólastúlkur efstar í sínum riðli

Murr skallar frá marki Tindastóls í leiknum gegn Fjölni. MYND: JÓI SIGMARS
Murr skallar frá marki Tindastóls í leiknum gegn Fjölni. MYND: JÓI SIGMARS

Kvennalið Tindastóls mætti liði Fjölnis úr Grafarvogi á gervigrasinu á Króknum nú á sunnudaginn í lokaleik liðanna í Lengjubikarnum. Bæði lið áttu möguleika á að enda í efsta sæti í 1. riðli C deildar kvenna en Fjölnisstúlkur urðu þó að vinna leikinn en jafntefli dugði liði Tindastóls. Eftir hörkuleik þá fór að stelpurnar skiptust á jafnan hlut. Lokatölur 2-2.

Hugrún Pálsdóttir kom liði Tindastóls yfir á 18. mínútu en Kristjana Ýr Þráinsdóttir jafnaði leikinn fimm mínútum síðar. Á 37. mínútu kom Vigdís Edda Friðriksdóttir Stólastúlkum aftur í forystu og staðan 2-1 í hálfleik. Það var síðan ekki fyrr en á 84. mínútu sem Bertha María Óladóttir jafnaði á ný fyrir Fjölni og þar við sat. 

Stólastúlkur eru því komnar í undanúrslit C-deildar Lengjubikarsins og var dregið um hvaða lið mætast sl. mánudag en leikirnir fara fram 24. apríl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir