Stólar í undanúrslitum í kvöld
Það er komið að því! Tindastóll mætir Stjörnunni í undanúrslitum Geysisbikarsins í Laugardalshöllinni í kvöld klukkan 20:15. Stuðningsfólk allt er hvatt til að mæta bæði sunnan heiða sem annars staðar af að landinu og ætlar Sveitafélagið Skagafjörður að bjóða upp á rútuferð á leikinn. Þeir sem ætla að nýta sér rútuna þurfa að skrá sig á viðburð á Facebook. Brottför er frá íþróttahúsinu kl 13:00 en stoppað verður í Keiluhöllinni fyrir leik þar sem tilboð verða í gangi.
Nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga, segir á Facebooksíðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls:
• Bolir í okkar litum verða til sölu í tánni og fyrir utan höllina.
• Sveitafélagið býður upp á rútuferð á leikinn, skráning í rútuna er hér á Facebook
• Stuðningsmenn hittast í keiluhöllinni fyrir leikinn, tilboð á nokkrum réttum.
• Miðasala á https://tix.is/is/specialoffer/tzbysodnje44w
• Bikarblaðið er komið út https://www.feykir.is/is/frettir/bikar-stollinn-kominn-ut
Það er nokkuð ljóst að í uppsiglingu er spennandi leikur. Sem stendur trónir Stjarnan á toppi Dominos-deildar með 30 stig eftir 15 sigurleiki og aðeins tapað þremur meðan Tindastóll situr í 3. sætinu með 24 stig, eftir tólf sigurleiki og sex sem ekki hafa unnist. En eins og allir vita vilja bikarleikir þróast öðruvísi en aðrir og allt er gefið svo hjartað liggur eftir á gólfinu.
Það lið sem ber sigur úr bítum í þessum leik etur kappi við annað hvort Fjölni eða Grindavík, sem eigast við í hinum undanúrslitaleiknum sem hefst klukkan 17:30.
Og svo til að koma öllum í gírinn er gott að rifja upp stuðningsmannalagið Áfram Stólar, efir Sigga Dodda með texta hans og Kristínar Elfu. Um sönginn sér Ellert Jóhannsson og myndir sem fylgja vídeóinu er að sjálfsögðu teknar af Hjalta Árna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.