Skíðahittingi yngri iðkenda frestað fram yfir jól

Þar sem ekki er fært á AVIS skíðasvæðið í Tindastól þessa dagana verður áður auglýstum hittingi yngri skíðaiðkenda frestað til 28. desember klukkan 14:00. Áætlað er að þá verði búið að opna svæðið og þá tilvalið að skella sér á skíði líka.

„Hress og skemmtileg börn hafa verið í kennslu og æfingum hjá okkur síðustu ár og okkur langar líka til að fá öll hin skemmtilegu börnin með okkur sem ekki hafa mætt. Þannig að þau börn sem vilja koma og sjá hvað við erum að gera og hitta skíðakrakkana endilega komið til okkar í fjallið og spjallið,“ sögðu þær Helga Daníelsdóttir og Snjólaug María Jónsdóttir hjá skíðadeildinni. 
Þær vilja hvetja ömmur, afar, mömmur og pabba að drífa sig með, en fullorðinskennsla verður í boði í vetur ef áhugi er fyrir hendi, hvort sem það er einstaklings- eða hópakennsla.

Tengd frétt: Skíðavertíðin að hefast

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir