Sigríður Svavarsdóttir nýr formaður GSS

Sirrý Svavars nýr formaður Golfklúbbs Skafgafjarðar. Hér er hún ásamt Kristjáni Bjarna eiginmanni,  Margréti Helgu dóttur sinni og Halli Atla dóttursyni. Mynd af Facebook.
Sirrý Svavars nýr formaður Golfklúbbs Skafgafjarðar. Hér er hún ásamt Kristjáni Bjarna eiginmanni, Margréti Helgu dóttur sinni og Halli Atla dóttursyni. Mynd af Facebook.

Nýr formaður var kosinn á aðalfundi Golfklúbbs Skagafjarðar sem haldinn var í gærkvöldi þar sem Sigríður Svavarsdóttir tók við af manni sínum Kristjáni Bjarna Halldórssyni. Helga Jónína Guðmundsdóttir settist í stól varaformanns hvar Halldór Halldórsson sat áður.

Með kosningu þeirra eru konur komnar í meirihluta stjórnarinnar sem að öðru leyti er óbreytt; Kristján Jónasson gjaldkeri, Andri Þór Árnason ritari, Aldís Hilmarsdóttir form mótanefndar, Guðmundur Ágúst Guðmundsson form vallarnefndar, Dagbjört Rós Hermundsdóttir form nýliðanefndar og Sylvía Dögg form barna- og unglinganefndar.
Samkvæmt ársreikningum klúbbsins gekk reksturinn vel síðasta starfsár þar sem hagnaður varð af rekstri hans sem nam rúmum 3,7 milljónum króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir