Króksari markahæstur í Kasakstan

Rúnar Már með boltann. MYND: ASDANA
Rúnar Már með boltann. MYND: ASDANA

Króksarinn Rún­ar Már Sig­ur­jóns­son, landsliðsmaður í knatt­spyrnu, er nú marka­hæst­ur í úr­vals­deild­inni í Kasakst­an en hann skoraði bæði mörkin fyrir lið sitt, Ast­ana, í útisigri gegn Or­da­ba­sy, 2:1, þegar spilaðar hafa verið sjö umferðir.

Rún­ar hef­ur skoraði fimm mörk í þeim sex leikj­um sem hann hef­ur spilað á tíma­bil­inu og hann var út­nefnd­ur maður leiks­ins hjá Ast­ana í leikn­um í gær. Þar var hann jafn­framt stiga­hæst­ur allra sam­kvæmt stiga­út­reikn­ingi og var m.a. með 91 pró­sent hlut­fall heppnaðra send­inga í leikn­um, flest­ar þeirra á vall­ar­helm­ingi and­stæðing­anna.

Nú á fimmtu­dag­ tekur Astana á móti Buducnost, meist­araliði Svart­fjalla­lands, í 2. um­ferð Evr­ópu­deild­ar UEFA en Ast­ana féll út úr 1. um­ferð Meist­ara­deild­ar Evr­ópu með ósigri gegn Dinamo Brest í Hvíta-Rússlandi. „Ég er viss um að við vinn­um leik­inn, það kem­ur ekk­ert annað til greina. Við erum með mjög reynt lið og svo erum við á heima­velli sem er okk­ur í hag. Í heild­ina erum við með betra lið og þurf­um að sýna það á fimmtu­dag­inn,“ seg­ir Rún­ar í viðtali á heimasíðu Ast­ana.

Rúnar Már missti af landsleikjum Íslands á dögunum sökum meiðsla.

Heimild: mbl.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir