Orri Már í 12 manna lokahóp U-18 sem fer til Finnlands
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
24.06.2022
kl. 18.49
Norðurlandamótið í körfubolta U16 og U18 landsliða drengja og stúlkna fer fram nú um mánaðamótin í Kisakallio í Finnlandi og er hinn bráðefnilegi leikmaður Tindastóls, Orri Már Svavarsson, í tólf manna lokahópi U-18.
Öll liðin taka síðan þátt í Evrópumóti yngri liða hjá FIBA síðar í sumar, og þá verður valið að nýju fyrir þau verkefni ef gera þarf breytingar og/eða ef upp koma meiðsli. Liðin hafa verið við æfingar síðustu tvær vikur en farið verður út þann 28. júní, leikið fimm daga í röð að venju, gegn Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Eistlandi til 3. júlí, og svo ferðast heim þann 4. júlí.
HÉR er hægt að nálgast liðsskipan landsliðshópana á NM 2022.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.