Kvennasveit GSS áfram í efstu deild
Kvennasveit GSS sem lék á Íslandsmóti golfklúbba í 1.deild um síðustu helgi endaði í 7. sæti og hélt þar með sæti sínu í efstu deild.
Leikið var á tveimur völlum, hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og Golfklúbbnum Oddi. Allar sterkustu sveitir landsins tóku þátt, en 2 deildir eru í íslandsmóti golfklúbba í kvennaflokki. Sveitin lék við Golflkúbbinn Keili, Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar, Golfklúbbinn Odd og Golfklúbb Suðurnesja og tapaði viðureignum við þessa golfklúbba. Að síðustu var síðan leikið við Golfklúbb Vestmannaeyja til úrslita um hvor klúbburinn myndi halda sínu sæti í 1.deild. Skemmst er frá því að segja að sveit GSS sigraði örugglega með 4 vinningum gegn 1 og leikur því áfram í 1.deild. Það verður því þriðja árið í röð sem GSS leikur í 1.deild kvenna.
Keppnisfyrirkomulagið er holukeppni þar sem 6 spila í einu þ.e. 4 tvímenningsleikir og 1 fjórmenningur.
Sveit Golfklúbbs Sauðárkróks skipuðu þær:
Anna Karen Hjartardóttir
Árný Lilja Árnadóttir
Dagbjört Hermundsdóttir
Hildur Heba Einarsdóttir
Sigríður Elín Þórðardóttir
Sólborg Hermundsdóttir
Telma Ösp Einarsdóttir
Liðsstjóri: Árný Lilja Árnadóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.