Jónsi ráðinn íþróttafulltrúi Þórs

Jón Stefán Jónsson. Mynd: ÓAB.
Jón Stefán Jónsson. Mynd: ÓAB.

Jón Stefán Jónsson mun um næstu mánaðarmót hætta störfum sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls. Jón Stefán, eða Jónsi eins og hann er alltaf kallaður, hefur verið starfandi hjá knattspyrnudeild síðan á haustmánuðum árið 2017 og hefur sinnt 25% starfi sem framkvæmdastjóri hjá deildinni síðan á haustmánuðum 2018.

Jónsi, sem er búsettur á Akureyri, mun taka við nýju og spennandi starfi hjá Þór á Akureyri og óskaði hann eftir því að láta af störfum í kjölfar þess. Í tilkynningu frá stjórn deildarinnar segir að hann muni hins vegar halda áfram starfi sínu í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna ásamt Guðna Þór Einarssyni.

„Stjórn knattspyrnudeildarinnar ásamt stjórn barna- og unglingaráðs vilja koma á framfæri bestu þökkum fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Það verður eftirsjá af Jónsa úr hópnum og við óskum honum alls hins besta á nýjum vettvangi.“

Tengdar fréttir:

 Jón Stefán Jónsson nýráðinn þjálfari Tindastóls

Jón Stefán næsti þjálfari meistaraflokks kvenna

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir