Jón Jóhannsson GÓS sigraði á Opna Fiskmarkaðsmótinu á Skagaströnd
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
24.06.2019
kl. 08.34
Opna Fiskmarkaðsmótið, sem jafnframt er minningarmót um Karl Berndsen, var haldið á Háagerðisvelli á Skagaströnd laugardaginn 22. júní. Alls voru þátttakendur 26 talsins sem spiluðu 18 holur í afbragðsveðri. Jón Jóhannsson úr Golfklúbbunum ÓS sigraði í punktakeppni með og án forgjafar. Úrslit urðu sem hér segir:
Punktakeppni með forgjöf:
- Jón Jóhannsson GÓS
- Ingibergur Guðmundsson GSK
- Ásmundur Baldvinsson GSS
Punktakeppni án forgjafar:
- Jón Jóhannsson GÓS
- Ólafur Árni Þorbergsson GSS
- Árný Lilja Árnadóttir GSS
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.