Ísak Óli Íslandsmeistari í sjöþraut

Benjamín Jóhann - Ísak Óli - Gunnar. (Mynd: Fb. EMV)
Benjamín Jóhann - Ísak Óli - Gunnar. (Mynd: Fb. EMV)

Meistaramót Íslands í fjölþrautum frjálsíþrótta innanhúss, fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík dagana 16.-17. febrúar. Keppt var í sjöþraut karla og fimmtarþraut kvenna, og einnig í flokkum pilta 18-19 ára, 16-17 ára og 15 ára og yngri, og í flokkum stúlkna 16-17 ára og 15 ára og yngri. Sagt er frá því á heimasíðu Tindastóls að Ísak Óli Traustason Tindastól/UMSS hafi staðið sig frábærlega í keppninni, náð sínum besta árangri í fjórum af greinunum sjö, og einnig samanlagt í stigakeppninni og uppskorið Íslandsmeistaratitil í sjöþraut.

Hlaut hann 5344 stig (pm), í 2. sæti endaði Benjamín Jóhann Johnsen ÍR með 5200 stig og í 3. sæti varð Gunnar Eyjólfsson UFA með 4746 stig. Ellefu keppendur mættu til leiks, en aðeins átta luku keppni.

Sjá nánar á Tindastóll.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir