Gunnar Stefán Íslandsmeistari í vaxtarrækt
Gunnar Stefán Pétursson, frá Sauðárkróki varð Íslandsmeistari í vaxtarrækt þegar Íslandsmótið í fitness fór fram í Háskólabíói á skírdag. Rúmlega 40 keppendur stigu á svið í ýmsum flokkum og var mikil stemning, samkvæmt því sem fram kemur á Fitness.is en margir af bestu keppendum landsins voru mættir þó eitthvað vantaði í hópinn miðað við fyrri ár.
Á Fitness.is segir á Gunnar Stefán hafi landað Íslandsmeistaratitlinum í vaxtarrækt eftir harða keppni frá Sigurkarli Aðalsteinssyni sem óhætt sé að segja að hafi mætt í sínu besta formi, 60 ára að aldri. Annar Skagfirðingur, Elmar Eysteinsson frá Laufhóli, var einnig í baráttunni en endaði í því fjórða en sæti ofar varð David Nyombo Lukonge.
Elmar segir á Facebooksíðu sinni að eftir að í ljós hafi komið að hann hafi verið eini skráði keppandinn í Fitness karla ákvað hann að færa sig yfir í Vaxtarækt. „Þar endaði ég í 4. sæti af fjórum keppendum. Vissulega vonbrigði en ég vissi svo sem ekki alveg við hverju var að búast þar sem þetta er ekki minn keppnisflokkur og ekki alveg sömu áherslur og í mínum flokki,“ skrifar hann.
HÉR má finna öll úrslit mótsins og fjölda mynda frá keppninni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.