Gull og silfur á Krækjurnar

Myndatexti. Krækjur með rándýr hálsmen. Aftari röð fv. Ásta Ben, Þórdís Þóris, Sigurlaug Valgarðs, Sandra Hilmars, Una Sig, Cristina Ferreira, Helga Fanney og Vala Hrönn. Fremri: Hrafnhildur Guðna (Rabbý), Steinunn Lárus og Valdýs Ýr Ólafsdóttir. Mynd: Vala Hrönn.
Myndatexti. Krækjur með rándýr hálsmen. Aftari röð fv. Ásta Ben, Þórdís Þóris, Sigurlaug Valgarðs, Sandra Hilmars, Una Sig, Cristina Ferreira, Helga Fanney og Vala Hrönn. Fremri: Hrafnhildur Guðna (Rabbý), Steinunn Lárus og Valdýs Ýr Ólafsdóttir. Mynd: Vala Hrönn.

Krækjurnar á Sauðárkróki sendu tvö lið á eitt stærsta blakmót sem haldið hefur verið, á Siglufirði um helgina. Alls tóku 53 lið þátt, bæði í karla- og kvennaflokki í nokkrum deildum.

Tvær deildir voru hjá körlunum en sex hjá konunum og voru Krækjur með sitthvort liðið í 1. deild og í þeirri 4. og var afraksturinn góður. Hömpuðu 4. deildarstúlkurnar gulli í leikslok og 1. deildarstúlkur silfurverðlaunum. Að sögn Sigurlaugar Valgarðsdóttur var þetta mjög vel heppnað mót en um svokallað Trimmmót er að ræða en þá telja stig eða úrslit ekki í önnur mót s.s. eins og til Íslandsmeistara og reglur eru ekki eins strangar. En engu að síður frábær árangur!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir