Grunnskóli Húnaþings vestra og Varmahlíðarskóli stóðu sig vel í Skólahreysti

Keppendur Grunnskólans Húnaþings vestra ásamt Magnúsi Eðvalds. Mynd: Facebooksíða Skólahreysti.
Keppendur Grunnskólans Húnaþings vestra ásamt Magnúsi Eðvalds. Mynd: Facebooksíða Skólahreysti.

Ungmenni á Norðurlandi vestra eru að jafnaði hraust og því kemur það ekki á óvart að tveir skólar af svæðinu hafi staðið sig með prýði í Skólahreysti þetta árið. Grunnskóli Húnaþings vestra varð í 4. sæti og Varmahlíðarskóli lenti í 7. sæti. Úrslitakeppnin fór fram í Laugardalshöll laugardaginn 31. maí að viðstöddu margmenni er átta skólar kepptu til úrslita. Lindaskóli úr Kópavogi varði titilinn síðan í fyrra, í öðru sæti varð Heiðarskóli í Reykjanesbæ og Árbæjarskóli í því þriðja.

Grunnskólar á norðurlandi hafa að jafnaði staðið sig vel í Skólahreysti. Lið Varmahlíðarskóla gerði sér lítið fyrir og vann Norðurlandstitilinn í ár. Skólinn hefur komist í úrslitin síðustu fjögur ár og samtals sex sinnum á níu árum . Eins og fyrr segir lentu þau í 7. sæti Í lokakeppninni. Grunnskóli Húnaþings vestra lenti í 4. sæti að þessu sinni en hefur sent lið til keppni á hverju ári. Á facebooksíðu Skólahreysti kemur fram að Magnús Eðvalds sé ofuríþróttakennari sem sér um að koma krökkunum í hreystina. Að þessu sinni mætti dóttir hans til leiks og má því ætla að hún sé fædd sama ár og Skólahreysti hóf göngu sína. Kemur það því ekki á óvart að hún hafi tekið þátt í ár þar sem Skólahreystin er henni í blóð borin. 

Lið Varmahlíðarskóla í Skólahreysti 2020Skólahreysti hefur verið í gangi frá árinu 2005 og var sett á laggirnar með það að leiðarljósi að hvetja grunnskólabörn til að taka þátt í alhliða íþróttaupplifun þar sem keppendur vinna að mestu með eigin líkama í þrautunum. Þeir sem vilja kynna sér málið betur er bent á heimasíðu keppninnar.

Feykir óskar skólunum og krökkunum til hamingju með þennan glæsilega árangur og bíður spenntur eftir að fylgjast með krökkunum keppa að ári liðnu.

/SHV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir