Arnrún Halla nýr formaður UMSS

Bergmann Guðmundsson tekur við viðurkenningu fyrir Fyrirmyndarfélag ÍSÍ úr höndum Viðars Sigurónssonar frá ÍSÍ. Mynd: Ómar Bragi.
Bergmann Guðmundsson tekur við viðurkenningu fyrir Fyrirmyndarfélag ÍSÍ úr höndum Viðars Sigurónssonar frá ÍSÍ. Mynd: Ómar Bragi.

Á ársþingi UMSS sem haldið var í Ljósheimum í Skagafirði gær var Arnrún Halla Arnórsdóttir kjörin nýr formaður sambandsins. Tekur hún við af Þórhildi Sylvíu Magnúsdóttur. Á þinginu veitti Viðar Sigurjónsson, starfsmaður ÍSÍ, knattspyrnudeild Tindastóls viðurkenningu fyrir Fyrirmyndarfélag ÍSÍ en knattspyrnudeildin hlaut hana fyrst árið 2012. Núna var viðurkenningin endurnýjuð og staðfest áfram.

Arnrún Halla nýr formaður UMSSHaukur Valtýsson formaður UMFÍ sæmdi þrjá einstaklinga starfsmerki UMFÍ en það voru þau Friðbjörg Vilhjálmsdóttir, Ingimar Ingimarsson og Símon Gestsson, allt einstaklingar sem hafa starfað innan hestamannafélaganna þriggja í Skagafirði sem nú eru undir sameiginlegu merki Skagfirðings. Símon Gestsson gat því miður ekki tekið á móti viðurkenningu sinni.

Aðrir í stjórn UMSS eru:
Gunnar Þór Gestsson varaformaður 
Sígríður Fjóla Viktorsdóttir gjaldkeri 
Þorvaldur Gröndal ritari 
Þórunn Eyjólfsdóttir meðstjórnandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir