Arnar Geir og félagar á lokamóti NAIA mótaraðarinnar í Arizona
Arnar Geir Hjartarson, frá Sauðárkróki, og félagar hans í Missouri Valley College leika nú á lokamóti NAIA háskólamótaraðarinnar sem þeir unnu sér þátttökurétt í lok apríl. Mótið er risastórt enda landskeppni þar sem bestu golfspilarar háskólanna mætast en mótið fer fram í Arizona, nánar tiltekið á Las Sendas Golf Club. https://www.lassendas.com.
Á heimasíðu Golfklúbbs Sauðárkróks segir að um sé að ræða lokamót mótaraðarinnar þar sem þau lið sem unnu sínar deildir víðsvegar um Bandaríkin koma saman. Þrjátíu lið eru mætt til leiks með 150 leikmenn auk sex einstaklinga sem unnu sér keppnisrétt. Leikar hófust í gær en ekki tókst að ljúka fyrstu umferð áður en dimma tók.
Byrjað verður á að leika 36 holur í dag og á morgun en síðan verður skorið niður og 17 bestu liðin klára mótið á fimmtudag og föstudag.
Arnar náði að klára 17. holu í gær og þarf því að byrja daginn í dag á því að klára völlinn áður en önnur umferð verður sett af stað. Hann átti ekki sinn besta leik í gær, 10 höggum yfir pari eftir daginn. Fimm golfarar skipa liðin og eru fjögur bestu skor sem telja. Svo einkennilega vill til að lið Arnars eingöngu skipað strákum frá Evrópu, (varamaðurinn kanadískur) en þetta er í fyrsta sinn í sögu skólans, Missouri Valley College, sem lið nær inn á þetta lokamót.
Eftir því sem fram kemur á gss.is er umhverfið keppnisstaðarins allt mjög sérstakt þar sem völlurinn er eiginlega í eyðimörk og vissara að halda sig á brautinni þar sem röffið samanstendur af sandi, grjóti, kaktusum og snákum.
Sjá nánar HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.