Ýta losnaði af flutningavagni

yta_ohappMikil mildi þótti að ekki færi verr þegar stór jarðýta losnaði af flutningavagni á Strandgötu neðan við iðnaðarhverfið á Sauðárkróki. Flutningabíllinn var á lítilli ferð þegar óhappið átti sér stað.

Sem betur fewr var enginn að mæta vélinni þegar óhappið varð

Að sögn Rúnars Símonarsonar bílstjóra flutningabílsins losnaði festing sem halda átti ýtunni fastri á vagninum og því fór sem fór. Tjónið er óverulegt en að sögn Rúnars er þetta bara járn sem þarf að laga en ekki manntjón. Vel tókst til að ná vélinni aftur á vagninn sem fer nú í viðgerð áður en hún fer í næsta verkefni.

Vagninn var dreginn undan meðan hægra belti ýtunnar var látið ganga afturábak

 

Ýtan komin á sinn stað

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir