Ýmislegt hjá Bretum sem þolir illa dagsljósið
Staðan í Icesavemálinu er einn samfelldur áfellisdómur yfir málatilbúnaði ríkisstjórnarinnar. Sjálfskaparvíti hennar hafa komið okkur í þá hraklegu stöðu sem við erum nú í. Þetta segir Einar K. Guðfinnsson alþingismaður í aðsendri grein hér á Feyki.is.
Einar fer harkalegum orðum um aðgerðir ríkisstjórnarinnar og viðbrögðum hennar við síðasta gjörningi Ólafs Ragnars Grímssonar sem ekki gerði annað en að fylgja eigin stefnumótun þegar hann synjaði illa þokkaðri löggjöf staðfestingar, eins og Einar orðar það. Einar fullyrðir að breska lögfræðistofan Mischon de Reya hafi bent á að ýmislegt sem Bretar aðhöfðust og stuðluðu að hruninu, þoli illa dagsljósið og skapi Íslendingum sterka samningsstöðu og ætti að nýta hana í stað þess að kveinka sér stöðugt undan illa dulbúnum hótunum viðsemjendanna.
Grein Einars er hægt að sjá HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.