VORTÓNLEIKAR LÓUÞRÆLA – með léttu ívafi

Karlakórinn Lóuþrælar halda sína árlegu vortónleika í Félagsheimili Hvammstanga, miðvikudaginn 21. apríl - síðasta vetrardag - kl. 21.00. Söngskrá kórsins heitir “ Í Vesturveg ” og er vegna væntanlegrar ferðar kórsins til Kanada í sumar, en kórinn verður fulltrúi Íslands í hátíðarhöldum á íslendingardögum vestra.

Tónleikarnir verða með skemmtiatriðum félaga og einnig leikur hljómsveit kórsins. Veislukaffi er á borðum. Söngstjóri er Guðmundur St. Sigurðsson og undirleikari er Elinborg Sigurgeirsdóttir.

Tónleikarnir hefjast kl. 21.00. Aðgangseyrir er 2.500 krónur (ekki posi)  

Það er ánægja okkar og gleði, að flytja gestum okkar vandaða og skemmtilega dagskrá. Bjóðum við gestum að njóta stundarinnar með okkur, fram í fyrstu sumarnóttina.

Karlarnir í Lóuþrælum.

Tónleikarnir eru styrktir af Menningarráði Norðurlands vestra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir