Vítaspyrnukeppni í Lengjubikarnum – Myndband og myndaveisla
Það var hörkuleikur í úrslitum C riðli Lengjubikars kvenna á Sauðárkróksvelli sl. sunnudag þegar stelpurnar í Tindastóli tóku á móti Þrótturum úr Reykjavík. Leikurinn endaði 4-4 og því var strax í vítaspyrnukeppni til að ná fram úrslitum og þar komust Stólar yfir á ný þegar ein gestanna skaut í þverslá. Þá þurftu Stólar að nýta sínar spyrnur en eins og áður var lukkan ekki með þeim því tvær spyrnanna fóru forgörðum og Þróttarar fögnuðu sigri.
Stólarnir höfðu alla möguleika til að vinna leikinn en lukkudísirnar voru ekki í hvítum búningum þann daginn, eins og lesa má um HÉR.
„Þetta er alveg rosalega svekkjandi eftir góða stöðu í hálfleik. Þróttararnir voru ólíkir sjálfum sér í upphafi, eins og svo sást í seinni hálfleik. Við förum svo í það að reyna að verja forskotið en vorum búin að tapa því eftir 20 mínútur. Ég var hins vegar rosalega ánægður með það, af því það hefði verið svo auðvelt að hætta þá, að ná að koma til baka og ná forystunni á ný. En svo fengum við algert klaufamark á okkur í lokin. En ég er mjög stoltur af þessu liði,“ sagði Jón Stefán Jónsson, þjálfari Tindastóls sem er mjög bjartsýnn á gengi liðsins fyrir komandi tímabil og spáir þeim sæti í efri hluta deildarinnar.
Í meðfylgjandi myndbroti má sjá hvernig vítaspyrnukeppnin fór fram.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.