Vísindakaffi á Kaffi Krók

logo-holarHáskólinn á Hólum og RANNÍS bjóða upp á Vísindakaffi í tengslum við Vísindavöku. Tilgangur vísindakaffis er að stuðla að almennri umræðu um vísindi á mannamáli.

Vísindakaffið verður á Kaffi Krók fimmtudaginn 24. september kl. 20 en umræðuefnið verður: ER VIT Í VÍSINDUM Á LANDSBYGGÐINNI? - Hvert er förinni heitið?

Á heimasíðu Hóla eru heimamenn hvattir til þess að notfæra sér þetta tækifæri til þess að koma saman, fá sér kaffi og ræða almennt um þessar mikilvægu spurningar. Umræðum stýrir Þórarinn Sólmundsson, sérfræðingur hjá Byggðastofnun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir