VISA-bikar kvenna á laugardag
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
04.06.2010
kl. 10.05
Tindastóll/Neisti tekur á móti HK/Víking í annari umferð VISA-bikar kvenna á Sauðárkróksvelli laugardaginn 5. júní kl. 17:00. Stefnir í hörku viðureign.
Stelpurnar í Tindastóli/Neista hafa sýnt mikla baráttu í þeim tveimur leikjum sem leiknir hafa verið í 1. deildinni og ekki gefið þeim liðum neitt eftir sem spáð er efstu sætunum. Síðasti leikur þeirra fór 2-1 fyrir Keflavík og voru þær hundsvekktar að hafa tapað þeirri viðureign.
HK/Víkingur lék við Keflavíkurstúlkur s.l. miðvikudagskvöld og þurfti að láta í minni pokann 0-5.
Stelpurnar ætla að fylgja eftir þeim stíganda sem liðið hefur náð og leggja HK/Víking að velli með stuðningi bæjarbúa.
ALLIR Á VÖLLINN
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.