Virkja - Norðvesturkonur
Á fjórða tug kvenna kom saman á Blönduósi í gærkvöld, miðvikudagskvöldið 14. október til stofnfundar Tenglanets kvenna á Norðurlandi vestra.
Á fundinum voru staðfestar samþykktir fyrir félagið og kosið á milli nafna sem lögð höfðu verið fram. Hlaut félagið nafnið; Virkja – Norðvesturkonur.
Fyrstu stjórnina skipa eftirtaldar konur:
Sigríður Elín Þórðardóttir, Sauðárkróki, formaður.
Ásta Jóhannsdóttir, Hvammstanga
Matthildur Ingólfsdóttir, Sauðárkróki
Péturína Laufey Jakobsdóttir, Skagaströnd
Þórdís Erla Björnsdóttir, Blönduósi
Góðar umræður urðu um framtíðaráform félagsins og ljóst að mikill áhugi er á margs konar samstarfi kvenna á svæðinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.