Vinnufundur um greiningu á þörfum íþróttahreyfingar
Föstudaginn 11. des stendur Frístundasvið fyrir opnum fundi um forgangsröðun í uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu.
Litið verður til ýmissa þeirra tillagna og óska sem uppi eru í Skagafirði er lúta að íþróttastarfi í framtíðinni, þ.á.m. tillögur í nýju rammaskipulagi fyrir Sauðárkrók,viðhaldi á mannvirkjum sveitarfélagsins, óskum um byggingu nýrra mannvirkja ofl.. Er þetta liður í þeirri vinnu sem nú fer fram hjá Frístundasviði um þessi mál en áður hafa verið haldnir tveir fundir með íþróttahreyfingunni.
Hólmar Svansson, ráðgjafi hjá Capacent mun leiða greiningarvinnuna (SVÓT).
Vinnufundurinn hefst í Safnahúsinu á Sauðárkróki kl. 14.30 og stendur til 17.30 með kaffihléi.
Forsvarsfólk íþróttahreyfingarinnar í Skagafirði er boðað en annað áhugafólk um þetta málefni er einnig hvatt til að mæta.
Þátttaka tilkynnist til Sævars , íþróttafulltrúa á netfangið
saevar@skagafjordur.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.