Vinningsliðið í Stíl

Vigdís, Sandra Sif, Anna Lilja og módelið Inga Margrét

Föstudagskvöldið 23. okt. var haldin undankeppni Stíls hjá Félagsmiðstöðinni Frið á Sauðárkróki.  Alls tóku 6 lið þátt að þessu sinni.

Þrjú liðanna komu frá Sauðárkróki, tvö frá Varmahlíð og eitt frá Hofsósi.  Öll liðin komu með frábærar hugmyndir og var keppnin virkilega hörð þetta árið.

 Vinningsliðið að þessu sinni er skipað þeim  Vigdísi Sveinsdóttur, Söndru Sif Eiðsdóttur, Önnu Lilju Sigurðardóttur og Ingu Margréti Jónsdóttur en þessar  ungu og efnilegu stelpur munu halda í Vetrargarðinn í Smáralindinni og taka þátt í Stíl 2009 þann 21. nóvember næstkomandi.

 Til hamingju stelpur og gangi ykkur vel í Smáralindinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir