Vill aðstöðu fyrir flúðasiglingar í landi Villinganes

Skipulags og byggingarnefnd Skagafjarðar mun ekki taka afstöðu til erindis Hestasports -ævintýraferða um aðstöðu til að taka á móti fólki út flúðasiglingum við Villinganes fyrr en endurskoðun á leigusamningi fyrirtækisins við landeiganda liggur fyrir.
Magnús Sigmundsson hjá  Hestasporti - ævintýraferðum ehf.  hefur sent Skipulags- og byggingarnefnd erindi varðandi skipulagsmál í Villinganesi vegna vegalagningar frá Villinganesbæ að Héraðsvötnum og aðstöðu til að taka á móti fólki úr flúðasiglingum.

Í viðbrögðum nefndarinnar við erindi Magnúsar kemur fram að Sigurjón Valgarðsson, eigandi Villinganes, sendi ráðinu erindi dagsett 2 júní 2009. Þar kemur fram að þeim ferðaþjónustuaðilum sem flúðasiglingar stunda og notað hafa aðstöðu við Villinganes hefur bréflega verið tilkynnt að landeigandi Villinganess muni ekki láta vinna deiliskipulag á jörðinni vegna þessa fyrr en endurskoðun á leigusamningum milli hans og ferðaþjónustuaðila hefur farið fram.
Því ákvað ráðið að taka ekki afstöðu til deiliskipulags svæðisins fyrr en þegar sá samningur liggur fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir