Vilja upplýsingarnar um umsókn Íslands að ESB á hinu ástkæra ylhýra

Stjórn Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Skagafirði skorar á ráðherra í ríkisstjórn Íslands, að sjá til þess að allar upplýsingar og öll gögn er varða umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði birt opinberlega á íslensku, þjóðtungu landsins.

Þannig verði  tryggt að allir hafi möguleika á að kynna sér þau gögn er umsóknina varða, óháð tungumálakunnáttu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir