Vilja spurningalista ESB á íslensku

esbStjórn ungra framsóknarmanna í Austur Húnavatnssýslu harmar þá ákvörðun utanríkisráðherra að þýða ekki spurningalista ESB á Íslensku og telur það brjóta í bága við upplýsingaskyldu ríkisins.

 

-Finnst okkur það hjákátlegt að borið sé við kostnaði,  því nýverið var bifreiðafloti ríksstjórnar kolefnisjafnaður og bar það hærri kostnað en mikilsverð þýðing á þessum spurningum. Teljum við að með því að sleppa þýðingu sé utanríkisráðherra að mismuna þeim sem litla tungumálakunnáttu hafa en vilja kynna sér málin, segir í ályktun frá stjórn ungra Framsóknarmanna í Austur Húnavatnssýslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir