Vilja sjá Alexandersflugvöll á Króknum sem varaflugvöll

Alexandersflugvöllur við Sauðárkrók. MYND: MATS
Alexandersflugvöllur við Sauðárkrók. MYND: MATS

Bjarni Jónsson (VG) og Bergþór Ólason (Miðflokki), sem báðir eru þingmenn Norðvesturkjördæmis, hafa í fimmta sinn lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um Alexandersflugvöll á Sauðárkróki sem varaflugvöll fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli.

Í frétt á Húnahorninu kemur fram að þeir vilja að innviðaráðherra geri ítarlega athugun á kostum þess að gera Alexandersflugvöll á Sauðárkróki að varaflugvelli og að niðurstöður verði kynntar á Alþingi eigi síðar en 30. apríl 2024.

„Í greinargerð með tillögunni segir að kostir Alexandersflugvallar séu ótvíræðir, m.a. góð landfræðileg lega Alexandersflugvallar sem sé mjög heppileg með tilliti til jarðhræringa og/eða eldgosa sem hamlað geti flugsamgöngum. Þá séu samgöngur á landi traustari yfir vetrartímann á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur en á milli Akureyrar og Reykjavíkur, eins og komið hafi í ljós þegar landleiðin að Keflavíkurflugvelli lokaðist vegna ófærðar síðastliðinn vetur og truflun varð einnig á samgöngum við Akureyri, ekki einungis um Akureyrarflugvöll heldur einnig landleiðina,“ segir í frétt Húna.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir